Fara í efni

Brúin yfir Jökulsá á Fjöll­um – fyrir­hugaðar lokan­ir vegna viðhalds

18.08.2025 Fréttir

Vakin er athygli á því að viðhaldsvinna hefst á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði (vegnúmer 1) þann 18. ágúst. Á meðan vinnan stendur yfir verður brúin að mestu lokuð en umferð verður leyfð yfir brúna á fyrirfram ákveðnum tímum, fjórum sinnum á dag. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar standi yfir í 1-2 vikur.

Unnið verður alla virka daga frá klukkan 8:00 á morgnana til klukkan 19:00 á kvöldin. Opið verður fyrir umferð yfir brúna á eftirfarandi tímum dags:

  • 09:45 – 10:15
  • 12:00 – 13:00
  • 14:45 – 15:15
  • 16:45 – 17:15

Brúin verður einnig opin fyrir umferð frá kl. 19:00 að kvöldi til 08:00 að morgni næsta dags.

Sjá nánar á vef Vegagerðarinnar.

Brúin yfir Jökulsá á Fjöll­um – fyrir­hugaðar lokan­ir vegna viðhalds
Getum við bætt efni þessarar síðu?