Fara í efni

Cittaslow sunnudagur 2023

02.10.2023 Fréttir Djúpivogur

Haldið var upp á Cittaslow sunnudaginn þann 1. október í ár. Venjan er að nota síðasta sunnudag í september til þess en vegna veðurs varð að fresta viðburðinum.

Að þessu sinni var ákveðið að halda upp á daginn í samstarfi við Skógræktarfélag Djúpavogs í Hálsaskógi rétt fyrir innan þorpið. Eins og margir vita urðu miklar skemmdir í skóginum í óveðri sem gekk yfir fyrir rúmu ári síðan. Undanfarið hefur verið unnið að því að fjarlægja stærstu trén sem brotnuðu eða rifnuðu upp í óveðrinu og hafa vinnuvélar verið nýttar til þess.

Á Cittaslow sunnudeginum komu íbúar svo saman og tóku þátt í hreinsunarstarfi á svæðinu og lagfæringum á göngustígum. Hafist var handa klukkan 10:00 um morguninn. Í hádeginu var boðið upp á kjötsúpu sem Kvenfélagið Vaka reiddi fram. Seinnipartinn var svo boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn þar sem unnið var með efnivið úr skóginum. Eftir skemmtilega samverustund lauk svo dagskránni með litlum varðeldi sem Björgunarsveitin Bára hafði umsjón með.

 

Cittaslow sunnudagur 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?