Fara í efni

Engar áramótabrennur í ár

20.12.2021 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hefur lagt til að engar áramótabrennur verði haldnar á Austurlandi þetta árið í ljósi sóttvarnartakmarkana sem í gildi eru. Með tilliti til þessa og óvissu varðandi þróun smita í samfélaginu hefur öllum brennum í Múlaþingi því verið aflýst. Þrátt fyr­ir að ára­móta­brenn­ur fari fram ut­an­dyra draga þær að sér fjölda fólks og mik­il­vægt er að sveit­ar­fé­lög­ hvetji ekki til hópa­mynd­un­ar við þess­ar aðstæður sem nú eru uppi.

Flugeldasýningar verða eftir sem áður haldnar í samstarfi við björgunarsveitir 31.desember 2021:

Borgarfjörður
Flugeldasýning verður gerð frá norðurenda flugvallarins og hefst kl. 21:00

Djúpivogur
Flugeldasýning verður gerð frá Rakkabergi og hefst kl. 17:15

Egilsstaðir
Flugeldasýning verður gerð frá Þverklettum og hefst kl 17:00

Seyðisfjörður
Flugeldasýning verður gerð frá Strandabakka og hefst kl. 17:00

Ákvörðunin veldur eflaust vonbrigðum margra, en það er mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að vinna áfram saman að því að fækka smit­um, m.a. með því að forðast mann­mergð. Í þessu ljósi eru íbúar hvattir til þess að njóta flugeldasýninga að heiman eða úr bílum sínum, safnast ekki saman í stórum hópum og virða fjarlægðartakmörk.

Engar áramótabrennur í ár
Getum við bætt efni þessarar síðu?