Fara í efni

Fréttir af malbikun í Múlaþingi

10.10.2023 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Núna í haust er búið að malbika þorpsgötuna á Borgarfirði og götuna framan við nýju parhúsin. Stefnt er á að steypa 2 m breiða gangstétt meðfram götunni. Þannig ætti að vera komið gott aðgengi fyrir gangandi og akandi um aðalgötuna. Það mun taka nokkur ár að klára þetta stóra verkefni að gera þorpsgötuna fína en við gleðjumst yfir því að framkvæmdir eru hafnar og restin á verkefnalista. Við gamla Jörfa mun verða sett þrenging á götuna til að koma gangandi framhjá húsinu.

Langþráð malbik er jafnframt komið á Reynivellina á Egilsstöðum en eftir er að gera við skemmdir á nokkrum stöðum í bænum.

Á Seyðisfirði er búið að malbika Vallargötu og Hlíðarveg og yfirleggja Suðurgötuna.

Á Djúpavogi er enn stefnt á malbikun á grunnskólalóðinni síðar í október en veðurguðirnir þurfa að vera með okkur í liði ef það á að takast.

Fréttir af malbikun í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?