Fara í efni

Góður árangur á Plokkdeginum

04.05.2023 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Fjöldinn allur af fólki tók þátt í stóra Plokkdeginum á sunnudaginn síðastliðinn 30. apríl. 

Plokkið bar mikinn árangur og víða í sveitarfélaginu mátti sjá ruslahrúgur og poka sem fólk var búið að safna saman. Borgarfjörður fékk frest á stóra plokkdeginum þar sem bærinn og nærsveitir voru þakin snjó. Borgfirðingar hyggjast plokka um leið og veður leyfir. 

Á Egilsstöðum var það Rótarýklúbburinn sem var í forystu, en klúbburinn dreyfði pokum og hélt svo grillveislu í tjarnargarðinum um hádegi. 

Á Djúpavogi var mikil þátttaka og tekið var saman hvað það var einna helst sem fólk var að plokka: 

"Plast, málningarflyksur, frauðplast, flugeldarusl og steinull. Síðan fannst Neistatreyja sem rataði til eiganda. Einn plokkaði bara einn hlut sem var stórt flotholt sem híft var upp úr fjöru. Ein plokkaði í tvö 1000 L kör"  segir Ólöf Vilbergsdóttir sem var ánægð með daginn og að honum loknum voru flestir plokkarar sem gæddu sér á grilluðum pylsum/pulsum og safa við hoppubelginn eftir vel unnin störf. 

Góður árangur á Plokkdeginum
Getum við bætt efni þessarar síðu?