Fara í efni

Römpum upp Múlaþing

21.08.2023 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Römpum upp teymið hefur verið að störfum um Múlaþing undanfarið og eins og sjá má, af myndum að dæma, sett upp glæsilega rampa til að auka aðgengi fatlaðra.

Ramparnir voru teiknaðir upp af Römpum upp og unnir af þaulreyndum starfsmönnum þeirra. Sveitarfélagið tekur svo þátt í að útvega hellur, flutning þeirra og aðsetur og vistir starfsmanna. Ramparnir eru einungis settir upp við verslanir og þjónustu utan sveitarfélagsins og hefur það almennt vakið ánægju húseiganda og rekstaraðila. 

Atli Ríkharðsson, verkstjóri hjá Römpum upp hefur verið á svæðinu að störfum og segist hrikalega ánægður með umhverfið en þeir hafa verið með aðsetur í Fjarðarseli, húsinu við Fjarðarselsvirkjun við Seyðisfjörð. Segir hann umhverfið alveg magnað. 

Settir hafa verið upp allt að 20 rampar í heildina á Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði.

Römpum upp Múlaþing
Getum við bætt efni þessarar síðu?