Fara í efni

Skráning katta

26.07.2023 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Í sumar hefur farið fram vinna við að uppfæra utanumhald dýraskráninga í sveitarfélaginu. Komið hefur í ljós að skráninga katta í sveitarfélaginu er ábótavant. Íbúar í þéttbýli eru hvattir til að skrá óskráða ketti sína.

Mikilvægt er að skrá og örmerkja ketti ef svo kemur fyrir að dýrið týnist. Einnig fylgja ormahreinsanir tvisvar á ári í gæludýragjöldum en þær eru mjög mikilvægar heilsufari dýrsins. Samkvæmt samþykkt um hunda-og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi er skylt að örmerkja og skrá alla ketti í þéttbýli innan tveggja vikna frá því að þeir eru teknir inn á heimili og kettlinga eigi síðar en við þriggja mánaða aldur. Ekki er heimilt að skrá fleiri en tvo ketti á hvert heimili.

Skráning gæludýra er á Mínum síðum og nánari upplýsingar um gæludýr eru að finna hér

Skráning katta
Getum við bætt efni þessarar síðu?