Fara í efni

Spennandi hlutastörf á fjölskyldusviði Múlaþings

06.09.2021 Fréttir Djúpivogur Seyðisfjörður

Starfsfólk í félagsmiðstöðvar á Seyðisfirði og Djúpavogi

Í félagsmiðstöðinni Lindinni á Seyðisfirði og félagsmiðstöðinni Zion á Djúpavogi er auglýst eftir frístundaleiðbeinendum í tímavinnu. Viðkomandi starfa með forstöðufólki félagsmiðstöðva og sinna opnunum og öðru tilfallandi starfi á vegum félagsmiðstöðva.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir þau sem finnst gaman að vinna með ungu fólki. Starfið snýst að miklu leyti um að búa til öruggt og jákvætt umhverfi fyrir ungmenni til þess að tileinka sér og læra ýmiskonar félagsfærni,“ segir Vigdís Diljá Óskarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála í Múlaþingi.

„Við í Múlaþingi höfum verið svo heppin að hafa einvalalið reynslubolta á sviði frítímans í félagsmiðstöðvunum okkar og nú stendur til að auka kraftinn þar, fjölga opnunum og bjóða meira og fjölbreyttara starf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu,“ segir Vigdís Diljá.

Nánari upplýsingar og umsóknarform má nálgast hér.

 

Framtíðarstarf við íþróttamiðstöðina á Seyðisfirði

Leitað er að starfskrafti í íþróttamiðstöðina á Seyðisfirði. Um er að ræða hlutastarf sem unnið er á vöktum og aðra hverja helgi. Starfið felst m.a. í þjónustu við gesti, aðstoð við skólabörn fyrir og eftir íþróttakennslu, almenn þrif og eftirlit.

Nánari upplýsingar og umsóknarform má nálgast hér.

Spennandi hlutastörf á fjölskyldusviði Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?