Fara í efni

Sumarfrístund í Múlaþingi 2024

29.02.2024 Fréttir Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Eins og síðustu sumur verður boðið upp á sumarfrístund á Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Þar er lögð áhersla á skapandi starf og útiveru.

Opið verður frá skólalokun í júní og þar til skóli hefst aftur á ný í haust en lokað verður í þrjár vikur í júlí. Sumarfrístund verður starfrækt mánudaga til föstudaga. Börn fædd 2016 og 2017 sem eru að ljúka 1.- 2. bekk verða í forgangi á fyrra tímabilinu en börn fædd 2018 sem eru að hefja 1. bekk eftir sumarið verða í forgangi á seinna tímabilinu. Fjöldi plássa sem í boði verða fer eftir mönnun á sumarstarfsfólki. Opnað verður fyrir skráningar í apríl en frekari dagsetningar verða auglýstar síðar.

Sumarfrístund í Múlaþingi 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?