Fara í efni

Sýning í Tankinum Djúpavogi

Verkið Molda er innsetning eftir Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur. Hún er unnin úr náttúrulegum íslenskum efnum sem féllu til á vordögum og þurrkuðum lótusfræhylkjum erlendis frá ásamt íslenskum bergkristal frá Steinasafni Auðuns. Jarðarvætturinn Molda er gerð úr rekavið frá Síberíu að við teljum sem stóð í hlöðu í Eyjafirði í 15 ár áður en hún fékk íslenskar rætur af föllnum trjám á Djúpavogi og í Eyjafirði á vordögum 2021. Einnig fékk hún fíngerðar ljósar rætur af melgresi á söndunum við hafið skammt frá Djúpavogi. Innsetningunni fylgir ljóð eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur ásamt hljóðinnsetningu kontrabassa Alexöndru Kjeld og gongs Arnbjargar.

Verkið er hugleiðing um rætur og þá sammannlegu reynslu af því að eiga uppruna á einum stað og að festa rætur á öðrum, í styttri eða lengri tíma, hvar sem við erum í heiminum. Ljóðið fjallar um það ljós og líf sem móðir jörð gefur okkur á hverjum degi og við tökum etv. ekki eftir dags daglega.

Sýningin var ein af fjölmörgum verkefnum sem fengu menningarstyrk Múlaþings í vor og er opin á daginn út júní.

Hér má sjá myndband af innsetningunni.


Var efnið á síðunni hjálplegt?