Fara í efni

Ærslabelgir og umgengni

Það er frábært að sjá hversu vel hefur verið tekið í nýjan ærslabelg í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Mikil stemmning hefur skapast á svæðinu og fólk á öllum aldri hefur nýtt sér þessa skemmtilegu viðbót sveitafélagsins.

Múlaþing vill skerpa á umgengnisreglum við slíka ærslabelgi og vill koma eftirfarandi á framfæri:

  • Belgurinn er opinn frá 9:00 – 22:00, þennan tíma ber að virða
  • Áður en farið er að hoppa á belgnum þarf að fara úr skóm
  • Miklu skiptir að sýna tillit og kurteisi á belgnum
  • Á svæðinu eru bæði bekkir og ruslatunnur og eru allir hvattir til þess að ganga vel um svæðið

Múlaþing minnir einnig á aðra ærslabelgi sveitafélagsins og vonar að það viðri vel til hvers konar útivistar í sumar!


Getum við bætt efni þessarar síðu?