Fara í efni

Aftakaveður á morgun frá hádegi og fram á kvöld

24.09.2022 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður
Fundi Veðurstofunnar og almannavarna vegna aftakaveðurs sem spáð er á morgun var að ljúka. Vindur verður allt að 60 metrar í hviðum á Austfjörðum. Veðrinu lýst sem „foktjónaveðri“ og líkist veðri sem var í janúarmánuði 2021. Það mun standa hæst frá hádegi á morgun og fram á kvöld gangi spár eftir. Íbúar því hvattir til að huga vel að lausamunum og ekki síður að vera ekki á ferð á þessum tíma.
Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu á Austfjörðum en talsverðri á Möðrudalsöræfum. Vegagerð er í viðbragðsstöðu á öllu svæðinu og má gera ráð fyrir lokun vega meðan veður verður hvað verst.
Rekstraraðilar bílaleiga til að mynda, hótela og gistihúsa eru hvattir til að koma skilaboðum til erlendra viðskiptavina sinna sem þeir eru í samskiptum við, um veðrið framundan með leiðbeiningum um að vera ekki á ferli meðan það gengur yfir.
Lögreglan hvetur alla til að fylgjast vel með veðurspá og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar eru gefnar.
 
Hægt er að fylgjast með tilkynningum og frekari upplýsingum á Facebooksíðu lögreglunnar á Austurlandi.
Aftakaveður á morgun frá hádegi og fram á kvöld
Getum við bætt efni þessarar síðu?