Fara í efni

Frá bókasöfnum Múlaþings

21.06.2022 Fréttir Egilsstaðir

Nú höfum við tekið nýtt bókasafnskerfi í notkun. Kærar þakkir fyrir skilninginn og þolinmæðina síðustu vikur.

 

Ýmislegt breytist við þetta og eitt af því er að leitargáttin leitir.is hefur verið uppfærð.

Allir lánþegar þurfa að búa til ný lykilorð inn á leitir.is og munu sömu lykilorð gilda inn á Rafbókasafnið.

Á þessari slóð er að finna myndband sem sýnir hvernig nýtt leitarorð er búið til. 

 

Almenningsbókasöfnum landsins hefur verið úthlutað sérstöku svæði inni á leitir.is þar sem hægt er að leita einungis í efni síns safns.

Leita í safnkosti Bókasafns Héraðsbúa 

Leita í safnkosti Bókasafns Seyðisfjarðar

Leita í safnkosti Bókasafns Djúpavogs  

Einnig er hægt að leita í öllum almenningsbókasöfnum á Austurlandi

En við ítrekum að leitir.is er allsherjar leitargátt sem heldur utan um efni að íslenskum bóka-, lista-, minja- og ljósmyndasöfnum. Hægt er að finna bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlist, myndefni, muni, listaverk, ljósmyndir og fleira.

 

Verið velkomin til okkar og við aðstoðum eins og þörf er á.

 

Með sumarkveðju,

starfsfólk bókasafna Múlaþings.

Bókasafn Héraðsbúa.
Bókasafn Héraðsbúa.
Getum við bætt efni þessarar síðu?