Fara í efni

Íþróttavika Evrópu

23.09.2022 Fréttir Heilsueflandi samfélag Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. - 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Í samstarfi við ÍSÍ tekur Múlaþing þátt og er margt í boði í sveitarfélaginu.

Meðal annars býður fimleikadeild Hattar upp á tvær opnar æfingar sunnudaginn 25. september, Þristur stendur fyrir frisbígolf námskeiði og hip hop námskeiði laugardaginn 24. sept, Höttur opnar knattspyrnuæfingar sínar nýjum iðkendum alla vikuna og mun blakdeild Hugins gerir slíkt hið sama. Á Seyðisfirði verður upphituð laug, frítt í sund á Djúpavogi og margt fleira.

Silja Úlfarsdóttir, kemur austur með hlaupanámskeið og heldur fyrirlestur um sína reynslu sem afrekskona í íþróttum og Dr. Viðar Halldórsson heldur tvö erindi, annað sérstaklega fyrir foreldra barna sem eru af erlendu bergi brotin og verður sá fyrirlestur á ensku, og hitt mun beina sjónum sínum að jákvæðri menningu í íþróttum.

Við hvetjum alla til að kíkja á dagskrána og taka þátt í viðburðum sem í boði eru.

Gleðilega íþróttaviku!

Íþróttavika Evrópu
Getum við bætt efni þessarar síðu?