Fara í efni

Kraftur í uppbyggingu fjölbýlishúsa á Egilsstöðum

21.11.2023 Fréttir Egilsstaðir

Alls er verið að byggja 33 íbúðir í tveim fjölbýlishúsalóðum á Egilsstöðum. Í báðum tilfellum er um að ræða hús sem eru byggð úr forsteyptum einingum sem framleiddar eru í Fellabæ.

Í miðbæ Egilsstaða að Miðvangi 8 er verið að reisa 2.605 m2 fjölbýlishús. Í húsinu verða 24 íbúðir með bílakjallara, þrem gistiherbergjum í sameign og tæplega 300 m2 verslunar- eða þjónusturými. Framkvæmdir við undirstöður eru hafnar og áætlað að byggingu ljúki á árinu 2025.

Byggingaraðili er Sigurgarður ehf., sem er einkahlutafélag 24 hluthafa, sem jafnframt eru áskrifendur hver að sinni íbúð og greiða byggingarkostnað hver að sínum hluta þar til húsið er fullbyggt. Áskrifendur eru að öllum íbúðunum utan einni, en leitað er að framtíðareignarhaldi á þeim hluta hússins sem hýsa skal atvinnurekstur.

Að Bláargerði 5 er búið að reisa sökkla fyrir 9 íbúða hús. Fljótlega verða lagðar lagnir í sökkulinn og þá er allt tilbúið fyrir reisningu útveggja. Íbúðirnar í Bláargerði 5 eru alveg eins og þær sem búið er að byggja í Bláargerði 7. Allar íbúðirnar eru um 80 m², með tveimur svefnherbergjum.

Að Bláargerði 7 var verið að klára 9 íbúða fjölbýlishús þar sem eigendur hafa þegar tekið við 8 íbúðum af 9. Ein íbúð er óseld að sögn byggingaraðila.

Kraftur í uppbyggingu fjölbýlishúsa á Egilsstöðum
Getum við bætt efni þessarar síðu?