Fara í efni

Leitað er að leikurum fyrir flugslysaæfingu

02.10.2023 Fréttir Egilsstaðir

Flugslysaæfing verður haldin á Egilsstaðaflugvelli þann 14. október næstkomandi en leitað er að aðilum til að leika þolendur. 

  • Leikarar þurfa að vera 14 ára og eldri.
  • Þátttakendur leika fólk sem lendir í flugslysi.
  • Nýliðar og ungliðar í björgunarsveitum eru sérstaklega hvattir til að taka þátt.
  • Förðun hefst snemma á laugardagsmorgun og stendur æfingin til um klukkan 14:00.
  • Vel verður hugsað um alla leikara, þeir fá að borða og fá smá glaðning fyrir þátttökuna.
  • Öryggi verður í hávegum haft.

Kynningarfundur verður í Egilsstaðaskóla klukkan 20:00 - 21:00 föstudaginn 13. október. Mikilvægt er að mæta á kynningarfundinn.
Frekari upplýsingar veitir umsjónaraðili leikara, Vigdís Björk í síma 894 9483 / vigdisbjork@gmail.com.

Skannaðu QR kóðann til að skrá þig:

Leitað er að leikurum fyrir flugslysaæfingu
Getum við bætt efni þessarar síðu?