Fara í efni

Ný leikskóladeild og innritun í leikskóla

Í janúar var opnuð leikskóladeild á Vonarlandi og tilheyrir deildin leikskólanum Hádegishöfða í Fellabæ en deildin mun starfa tímabundið fram að sumarlokun leikskólanna. Á deildinni eru börn fædd 2020 og 2021. Þar sem ekki hafa verið starfandi dagforeldrar á Héraði í vetur var mikilvægt að geta komið til móts við foreldra barna sem urðu ársgömul í haust og vetur.

Í byrjun apríl mun úthlutun leikskólaplássa, á Héraði, fyrir skólaárið 2022-2023 fara fram og hefur nú þegar verið auglýst eftir umsóknum í Dagskránni. Sótt er um hér og er allt ferlið rafrænt.

Stefnt er að því að bjóða öllum börnum sem verða orðin ársgömul 31. ágúst n.k. leikskólavistun. Á Brúarási, Borgarfirði Eystri, Djúpavogi og Seyðisfirði sjá leikskólastjórar um innritunina. Flest börnin hefja leikskólagöngu sína í ágúst/september og er það alltaf tilhlökkunarefni að taka á móti nýjum leikskólabörnum og foreldrum þeirra í leikskólanum.


Getum við bætt efni þessarar síðu?