Fara í efni

Nýtt íbúðarhúsnæði í byggingu í Múlaþingi

27.02.2023 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Nú í byrjun árs 2023 eru í byggingu í Múlaþingi 68 íbúðareiningar og um 20 íbúðareiningar í leyfisferli. Húsnæðis og mannvirkjastofnun hefur tekið í notkun nýtt mælaborð þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um mannvirki sem eru í byggingu á öllu landinu.

 Á forsíðu HMS.is er hægt að kynna sér stöðu íbúðarbyggingar í okkar sveitarfélagi með því að velja mælaborð íbúða í byggingu.

Hægt að nálgast upplýsingar um íbúðarbyggingar í sveitarfélaginu með því að velja Austurland og Múlaþing.

Upplýsingar sem þessar eru gagnlegar til að áætla fjölda íbúðarhúsnæðis sem er að koma á markað á komandi mánuðum. Einnig er hægt að kynna sér hversu langt á veg framkvæmdir eru komnar með því að draga yfir viðkomandi fasteign eftir svæðum. Nú stendur yfir vinna við að hafa þær upplýsingar sem koma fram hjá Múlaþing sem næst rauntíma og kostur er. Kerfi Múlaþings eru beintengd við mælaborðið sem skilar þá upplýsingum á rauntíma til þeirra sem eftir leita.    

SS

Nýtt íbúðarhúsnæði í byggingu í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?