Fara í efni

Sveitarstjórn tekur á móti íbúum á Jólakettinum

14.12.2023 Fréttir Egilsstaðir

Jólamarkaður Jólakattarins verður haldin í 16 sinn í ár. Að þessu sinni verður hann haldinn í Landsnetshúsinu (áður versluninni Vaskur), laugardaginn 16. desember klukkan 11:00 – 16:00.

Að Jólakettinum standa Félag skógarbænda á Austurlandi og Skógræktin á Hallormsstað. Upphaf að Jólakettinum var þegar Gróðrastöðinn Barri fór að selja jólatré og hafði einn markaðsdag á laugardegi, síðan hefur jólamarkaðurinn stækkað ár frá ári.

Í ár eru yfir 50 söluaðilar, þar má finna jólatré, mikið úrval af handverki. Ýmiskonar matvara til dæmis, hangikjet, skata, saltfiskur og kökur, jólabækurnar, ullarband og ekki má gleyma jólakertunum.
Að sjálfsögðu verða skógarbændur með ketilkaffi og Kvennfélagið í Hróarstungu með sínar ómissandi vöfflur og kakó.

Fulltrúar sveitarstjórnar Múlaþings verða til viðtals meðan á markaðnum stendur og eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að heilsa upp á þá.

Sveitarstjórn tekur á móti íbúum á Jólakettinum
Getum við bætt efni þessarar síðu?