Fara í efni

Systkinasmiðja á Egilsstöðum

16.11.2022 Fréttir Egilsstaðir

Umhyggja, félag langveikra barna, er á leið austur með Systkinasmiðju sem er námskeið fyrir krakka á aldrinum 8-14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir. Námskeiðið fer fram í Egilsstaðaskóla dagana 26.-27. nóvember og stendur frá klukkan 10:00-13:00 báða daga. Krakkarnir fá léttar veitingar báða dagana.

Námskeið Systkinasmiðjunnar eru ekki hugsuð sem meðferðarúrræði fyrir börn sem eiga í erfiðleikum heldur fyrst og fremst til að hjálpa börnum að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir.

Frekari upplýsingar má sjá hér.

Systkinasmiðja á Egilsstöðum
Getum við bætt efni þessarar síðu?