Fara í efni

Viljayfirlýsing vegna samstarfs Hallormsstaðaskóla og Háskóla Íslands

30.11.2023 Fréttir Egilsstaðir

Það var stór stund í gær þegar ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar og rektor Háskóla Íslands komu austur og undirrituðu samkomulag sem miðar að því að Háskóli Íslands viðurkenni námið í Hallormsstaðaskóla á háskólastigi.

Á Hallormsstað var í upphafi húsmæðraskóli en námið þróaðist og í Hallormsstaðaskóla er nú kennd skapandi sjálfbærni. Áhersla er á nýsköpun, nýtingu hráefna úr nærumhverfi og fræði um sjálfbæra þróun. Skólinn hefur verið á óræðu svæði, svokölluðu fjórða hæfniþrepi, fyrir ofan framhaldsskóla en námið ekki viðurkennt sem háskólanám hingað til.

Það er mikilvægt byggðamál að boðið sé upp á háskólanám um land allt og aðgengi sé jafnað að háskólanámi. Það að Hallormstaðaskóli geti með samvinnu við Háskóla Íslands boðið upp á háskólanám á Austurlandi yrði stór breyting. 

Það voru Bryndís Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sem undirrituðu viljayfirlýsinguna á Hallormsstað í gærkvöldi. 

Viljayfirlýsing vegna samstarfs Hallormsstaðaskóla og Háskóla Íslands
Getum við bætt efni þessarar síðu?