Fara í efni

Íbúafundur heimastjórnar Seyðisfjarðar

01.03.2024 Fréttir Seyðisfjörður

Heimastjórn Seyðisfjarðar boðar til opins íbúafundar miðvikudaginn 6. mars næstkomandi frá klukkan 16:00 - 18:00 í Herðubreið.

Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu ýmissa verkefna á Seyðisfirði og framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í sumar.

Dagskrá:

Eftirfarandi aðilar verða með stutt innlegg:

  • Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings
  • Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri
  • Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sérfræðingur frá Veðurstofunni

Jónína Brynjólfsdóttir, formaður Heimastjórnar Seyðisfjarðar stýrir fundi.

Hvetjum sem flesta íbúa til að mæta og kynna sér framkvæmdir í sveitarfélaginu. Kaffi og kruðerí á boðstólnum.

Íbúafundur heimastjórnar Seyðisfjarðar
Getum við bætt efni þessarar síðu?