Fara í efni

Íþróttavika í Evrópu, sem og Múlaþingi

26.09.2023 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Nú stendur yfir íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) en hún fer fram í september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Í samstarfi við ÍSÍ tekur Múlaþing þátt og óhætt að segja að dagskráin í ár sé lífleg.

 

Eins og sjá má er mikið um að vera í sveitarfélaginu, opnar æfingar í mismunandi íþróttum og viðburðir allt frá ungbarnasundi og sundleikfimi að parkour og BMX hjólanámskeiðum. Allir viðburðir eru þátttakendum að kostnaðarlausu, að undanskildu parkour námskeiðinu. Það ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi en markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er einmitt að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

 

Við hvetjum íbúa til þess að taka þátt í þeim viðburðum sem auglýstir eru.

 

Ef spurningar vakna varðandi dagskrána má hafa samband við verkefnastjóra íþrótta- og æskulýðsmála, Vigdís Diljá.

 

Gleðilega íþróttaviku!

Íþróttavika í Evrópu, sem og Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?