Fara í efni

Kynning á frumathugun á ofanflóðavörnum

07.12.2022 Fréttir Seyðisfjörður

Miðvikudaginn 7. desember klukkan 17.30 verður haldinn í Herðubreið kynning á frumathugun á ofanflóðavörnum fyrir svæðið milli Dagmálalækjar og Búðarár.

Dagskrá kynningarfundarins verður sem hér segir:

Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði opnar fundinn.

Jón Haukur Steingrímsson frá Eflu kynnir frumathugun.

Þórhildur Þórhallsdóttir frá Landmótun kynnir mótvægisaðgerðir.

Opið verður fyrir fyrirspurnir og fundarstjóri er Hildur Þórisdóttir.

Hvetjum alla íbúa á Seyðisfirði og aðra áhugasama til að mæta á fundinn.

Kynning á frumathugun á ofanflóðavörnum
Getum við bætt efni þessarar síðu?