Fara í efni

Lítilsháttar hreyfingar á Búðarhrygg

14.02.2023 Seyðisfjörður

Eftir klukkan 9 í morgun fóru speglar á Búðarhrygg að sýna hreyfingu. Aðrir speglar fylgdu í kjölfarið meðal annars í Þófum og Nautaklauf. Vatnsstaða hefur verið hækkandi í borholum vegna leysinga og því var brugðið á það ráð að setja út skilti við göngustíg meðfram Búðarárfossi. Seinna kom í ljós að hreyfing hefur orðið á gps merki alstöðvarinnar og merki frá speglum hefur gengið til baka. Mögulegar skýringar á því eru annars vegar frostlyfting eða truflun í andrúmslofti en allt bendir til að ekki sé um að ræða hreyfingu í hlíðinni. Runnið hefur úr skriðusárinu og vart hefur orðið við minniháttar hreyfingar. Hitastig er lækkandi næsta sólarhring og því er von á að dragi úr leysingu.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Veðurstofunnar.

Lítilsháttar hreyfingar á Búðarhrygg
Getum við bætt efni þessarar síðu?