Fara í efni

Malbikun framundan

27.09.2023 Fréttir Tilkynningar Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Undirbúningur fyrir malbikun hefur verið í fullum gangi síðustu vikur og í dag kemur malbikunargengið austur. Nú er ætlunin að malbika Vallargötuna og Hlíðarveginn á Seyðisfirði, Reynivellina á Egilsstöðum, göngustíga við Fellavöll og þorpsgötuna og götuna við nýju parhúsin á Borgarfirði auk tilfallandi viðgerða. Vonandi náum við líka að malbika hluta skólalóðarinnar á Djúpavogi síðar í október. Þetta er síðasta malbikun ársins enda farið að hausta og hefur malbikun frestast nokkuð vegna rigninga. Það fylgir ávallt heilmikið rask öllum framkvæmdum en yfirleitt sér fyrir endann á framkvæmdum þegar malbikunarvélarnar mæta á staðinn og því gleðjumst við mikið þegar þær fara að smyrja út malbikinu. Við biðjum íbúa að sýna þessum framkvæmdum skilning og vera sem allra minnst á ferðinni á þessum stöðum sem malbikun fer fram.

Malbikun framundan
Getum við bætt efni þessarar síðu?