Fara í efni

Óvissustigi vegna skriðuhættu aflýst á Austurlandi

28.11.2022 Fréttir Seyðisfjörður

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands aflýsir óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið rigndi í nóvember og var óvissustig sett á 23. nóvember síðastliðinn. Grunnvatnsstaða var þá víða há og spáð áframhaldandi rigningu. Frá því á föstudaginn hefur vatnsyfirborð lækkað í borholum og veðurspá gerir ráð fyrir því að þurrt verði á Austurlandi í dag og þriðjudag. Á miðvikudag rignir, mest á sunnanverðum Austfjörðum, þar sem úrkoma gæti orðið rúmir 50 mm til fjalla. Frá fimmtudegi og fram yfir helgi er spáð lítilli úrkomu.

Áfram þarf að fylgjast vel með aðstæðum á meðan grunnvatnsstaða er há. Lítil skriðuvirkni hinsvegar, minnkandi hreyfing og lækkandi grunnvatnsstaða þar sem hún er mæld verður til þess að óvissustigi er nú aflétt.

Óvissustigi vegna skriðuhættu aflýst á Austurlandi
Getum við bætt efni þessarar síðu?