Fara í efni

Samfélagsverkefni Heimastjórna

24.11.2023 Fréttir Seyðisfjörður

Á vormánuðum 2023 óskaði umhverfis- og framkvæmdaráð eftir hugmyndum að verkefnum frá heimastjórnunum fjórum í Múlaþingi sem framkvæma mætti á þessu ári.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi leið er farin og því um ákveðið tilraunaverkefni að ræða. Heimastjórnirnar gáfu íbúum tækifæri til að skila inn hugmyndum að verkefnum og bárust þeim fjölmargar og fjölbreyttar hugmyndir.

Hugmyndin sem framkvæmd var á Seyðisfirði var útihreystigarður og voru keypt tvö útitæki sem sett voru upp fyrr í haust ásamt því að lagður var í kjölfarið göngustígur við garðinn. Vonast er til að hægt sé að bæta við tækjum í náinni framtíð og eru bæjarbúar hvattir til að koma við og prófa en hægt er að sjá mismunandi útfærslur á æfingum á skilti sem einnig var sett upp.

Múlaþing fagnar þessu frábæra framtaki en íbúum gefst tækifæri til að senda inn fleiri hugmyndir á nýju ári. 

Samfélagsverkefni Heimastjórna
Getum við bætt efni þessarar síðu?