Fara í efni

Uppbygging atvinnulífs á Seyðisfirði

01.11.2023 Fréttir Tilkynningar Seyðisfjörður

Í kjölfar ákvörðunar stjórnar Síldarvinnslunnar um að hætta bolfiskvinnslu á Seyðisfirði hefur verið komið á fót samráðshópi sem ætlað er að greina valkosti varðandi framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á staðnum.
Samráðshópurinn auglýsir hér með eftir hugmyndum um atvinnuskapandi starfsemi til framtíðar á Seyðisfirði. Ekki eru gerðar kröfur um eðli eða staðsetningu að öðru leyti en því að starfsemin skapi heilsársstörf í byggðalaginu. Góðar hugmyndir verða skoðaðar með mögulega fjárfestingu í huga.

 

Í samráðshópnum sitja fulltrúar heimastjórnar Seyðisfjarðar, sveitastjórnar Múlaþings, Síldarvinnslunnar og Austurbrúar en atvinnu- og menningarstjóri Múlaþings og sveitarstjóri starfa með hópnum.

Frestur til að skila inn hugmyndum er til 22. nóvember. Mælst er til þess að með hverri innsendri hugmynd sé gerð grein fyrir helstu verkþáttum og að með fylgi fjárhagsáætlun. Hugmyndir skulu sendast með tölvupósti á mulathing@mulathing.is

 

Fyrirspurnum svara starfsmenn hópsins; Björn Ingimarsson bjorn.ingimarsson@mulathing.is og Aðalheiður Borgþórsdóttir adalheidurb@mulathing.is

Uppbygging atvinnulífs á Seyðisfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?