Fara í efni

Kosningar til sveitarstjórnar og heimastjórna í Múlaþingi 14. maí

13.05.2022 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður Kosningar

Sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí 2022. Kjörstaðir verða sem hér segir í Múlaþingi:

Borgarfjörður eystri: Hreppstofan Borgarfirði. Frá klukkan 09:00 til klukkan 17:00
Djúpivogur: Tryggvabúð Djúpavogi. Frá klukkan 10:00 til klukkan 18:00
Fljótsdalshérað: Menntaskólinn á Egilstöðum. Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00
Seyðisfjörður: Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði. Frá klukkan 10:00 til klukkan 22:00

 

Kjördeildir við sveitarstjórnarkosningarnar verða fimm talsins, tvær á Egilsstöðum vegna Fljótsdalshéraðs en ein í hverju hinna þriggja sveitarfélaganna. Kjördeildirnar á Fljótsdalshéraði skiptast þannig: Í kjördeild nr. 1 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur, hverra nöfn byrja á bókstafnum A til og með bókstafnum R. Í kjördeild 2 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur hverra nöfn byrja á bókstafnum S – Ö, íbúar í Fellabæ, Eiðum og Hallormsstað og íbúar í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.

Kjörgengir til heimastjórnar eru allir íbúar á kjörskrá í Múlaþingi, hver skv. kjörskrá í sinni „heimasveit“, þ.e í hverju hinna eldri sveitarfélaga. Hver kjósandi kýs einn aðalmann í heimastjórn af kjörskrá í sinni „heimasveit“. Kjósandi skrifar á sérstakan kjörseðil fullt nafn og heimilisfang þess sem hann kýs. Til þess að fyrirbyggja tafir við atkvæðagreiðslu eru kjósendur hvattir til þess að kynna sér, áður en komið er á kjörstað, hvert er heimilisfang þess er hann hyggst kjósa í heimastjórn. Á heimasíðu Múlaþings er að finna nánari upplýsingar um heimastjórnir og sýnishorn af kjörseðli til heimastjórnar auk annars efnis er kosningarnar varðar.

Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki sín tiltæk á kjörstað.

Á kjördag, meðan atkvæðagreiðsla stendur yfir, mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur sitt á kjörstað í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag eru 895-9972 (Björn), 665-8858 (Hlynur), 864-4950 (Þórunn), tölvupóstfang til notkunar á kjördag: kjorstjorn@me.is

Talning atkvæða fer fram í Menntaskólanum á Egilsstöðum og hefst að kjörfundi loknum.

 

Yfirkjörstjórn í Múlaþingi, 9. maí 2022.
Björn Aðalsteinsson, Hlynur Jónsson, Þórunn Hálfdánardóttir.

Búlandstindur, Djúpavogi.
Búlandstindur, Djúpavogi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?