Fara í efni

Niðurstöður kosninga í Múlaþingi 14. maí

16.05.2022 Fréttir Kosningar

Niðurstöður kosninga í Múlaþingi 14. maí

Á laugardaginn, 14. maí, fóru fram sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar í Múlaþingi. Á kjörskrá voru 3.663. 2.427 greiddu atkvæði sem gerir 66,3% kjörsókn. Kjörsókn árið 2020 var 63,47%.

 

Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna var þessi:

Framsóknarflokkur: 587 atkvæði, 24,2%, 3 fulltrúar.

Sjálfstæðisflokkur: 684 atkvæði, 28,2%, 3 fulltrúar.

Austurlisti: 470 atkvæði, 19,4%, 2 fulltrúar.

Miðflokkur: 207 atkvæði, 8,5%, 1 fulltrúi.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð: 392 atkvæði, 16,2%, 2 fulltrúar.

 

Eftirfarandi voru kjörin sem aðal- og varafulltrúar í sveitarstjórn Múlaþings:

 

Fyrir B-lista, Framsóknarflokkinn.

Aðalmenn:

Jónína Brynjólfsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Björg Eyþórsdóttir

 

Varamenn:

Eiður Gísli Guðmundsson, Guðmundur Bj. Hafþórsson, Alda Ósk Harðardóttir

 

Fyrir D-lista, Sjálfstæðisflokkinn.

Aðalmenn:

Berglind Harpa Svavarsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Guðný Lára Guðrúnardóttir

 

Varamenn:

Ólafur Áki Ragnarsson, Einar Freyr Guðmundsson, Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir

 

Fyrir L-lista, Austurlistann.

Aðalmenn:

Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson

 

Varamenn:

Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Kristjana Ditta Sigurðardóttir

 

Fyrir M-lista, Miðflokkinn.

Aðalmaður:

Þröstur Jónsson

 

Varamaður:

Hannes Karl Hilmarsson

 

Fyrir V-lista, Vinstrihreyfinguna – grænt framboð.

Aðalmenn:

Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir

 

Varamenn:

Pétur Heimisson, Þuríður Elsa Harðardóttir

 

Jafnframt því sem kosið var til sveitarstjórnar, voru kosnir fulltrúar í fjórar heimastjórnir, þ.e. fyrir Borgarfjörð eystra, Djúpavog, Fljótsdalshérað og Seyðisfjörð, tveir aðalmenn og tveir varamenn. Niðurstöður kosninga til heimastjórna voru:

 

Heimastjórn Borgarfjarðar eystra:

Aðalmenn voru kjörnir:

Alda Marín Kristinsdóttir, 37 atkvæði

Ólafur Arnar Hallgrímsson, 28 atkvæði

 

Varamenn voru kjörnir:

Ragna S. Óskarsdóttir, 2 atkvæði (hlutkesti)

Elísabet D. Sveinsdóttir, 2 atkvæði (hlutkesti)

 

Á kjörskrá í Borgarfirði voru 100. Atkvæði greiddu 73, þ.a. 16 utan kjörfundar.

 

Heimastjórn Djúpavogs:

Aðalmenn voru kjörnir:

Ingi Ragnarsson, 72 atkvæði.

Oddný Anna Björnsdóttir, 58 atkvæði.

 

Varamenn voru kjörnir:

Sveinn Kristján Ingimarsson, 34 atkvæði.

Eiður Gísli Guðmundsson, 5 atkvæði (hlutkesti)

 

Á kjörskrá á Djúpavogi voru 369. Atkvæði greiddu 196, þ.a. 16 utan kjörfundar.

 

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs:

Aðalmenn voru kjörnir:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, 302 atkvæði.

Jóhann Gísli Jóhannsson, 200 atkvæði.

 

Varamenn voru kjörnir:

Björgvin Stefán Pétursson, 142 atkvæði.

Guðný Drífa Snæland, 80 atkvæði.

 

Á kjörskrá á Fljótsdalshéraði voru 2.660. Atkvæði greiddu 1.139, þ.a. 83 utan kjörfundar.

 

Heimastjórn Seyðisfjarðar:

Aðalmenn voru kjörnir:

Jón Halldór Guðmundsson, 92 atkvæði.

Margrét Guðjónsdóttir, 82 atkvæði.

 

Varamenn voru kjörnir:

Lasse Högenhof, 31 atkvæði.

Urður Arna Ómarsdóttir, 27 atkvæði.

 

Á kjörskrá á Seyðisfirði voru 531 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 276, þ.a. 45 utan kjörfundar.

Niðurstöður kosninga í Múlaþingi 14. maí
Getum við bætt efni þessarar síðu?