Fara í efni

Cittaslow sunnudagur á Djúpavogi

20.09.2023 Fréttir Djúpivogur

Haldið er upp á Cittaslow sunnudaginn síðasta sunnudag í september á hverju ári. Að þessu sinni gerum við gott betur og erum með dagskrá alla helgina.

Laugardagur 23. september:

15:00-16:00 Krakka Karókí í Löngubúð
16:00-18:00 Flóamarkaður í umsjón íbúasamtakanna í Löngubúð
21:00-00:00 Karókí í Löngubúð

Sunnudagur 24. september:

10:00-17:00 Vinnudagur í Hálsaskógi. Íbúar eru hvattir til að mæta á svæðið og hjálpa til við tiltekt og stígagerð. Margar hendur vinna létt verk.
12:00-13:00 Kvenfélagið reiðir fram kjötsúpu. Fólk þarf að mæta með eigin skálar og skeiðar.
15:00-17:00 Dagskrá fyrir börn víðsvegar um skógræktina
Bátasmíði
Steinaskreytingar
Óróagerð
Tálgun
17:00-18:00 Varðeldur í skóginum í umsjón Björgunarsveitarinnar Báru.

Cittaslow sunnudagur á Djúpavogi
Getum við bætt efni þessarar síðu?