Veturinn er mættur með tilheyrandi snjómokstri víðast hvar í Múlaþingi. Að gefnu tilefni eru íbúar beðnir um að huga vel að lagningu ökutækja sinna svo snjómokstur gangi sem greiðast fyrir sig.
Þetta á sérstaklega við um eftirvagna, til dæmis kerrur, hjólhýsi og tjaldvagna, sem og númerslausa bíla en óheimilt er að leggja þeim á götum og í almenningsbílastæði í íbúðahverfum á Egilsstöðum og á Seyðisfirði.
Eigendur slíkra ökutækja eru beðnir um að færa þau þangað sem heimilt er að leggja, til dæmis í þar til gerð stæði innan lóða sinna.
Vakin er athygli á að í þeim tilfellum þar sem ökutæki veldur truflun á snjómokstri er lögreglu heimilt að láta flytja það í burtu. Múlaþing verður í samstarfi við lögreglu hvað þetta varðar í vetur en reynt verður að hafa uppi á eiganda ökutækis áður en til flutnings kemur.
Upplýsingar um vetrarþjónustu í Múlaþingi.
Auglýsingar um umferð á Fljótsdalshéraði og á Seyðisfirði.