Fara í efni

Ferðaklúbburinn 4x4 bauð í jeppaferð

21.05.2025 Fréttir

Austurlandsdeild ferðaklúbbsins 4x4 stóð á dögunum fyrir árlegri jeppaferð fyrir fatlað fólk á svæðinu. Að þessu sinni var farið upp á Gagnheiði, þar var hleypt úr dekkjunum og spólað í snjónum við mikinn fögnuð ferðalanga. Í lok dags bauð klúbburinn upp á veitingar á Seyðisfirði. Þessar ferðir 4x4 klúbbsins eru afar vinsælar og er beðið eftir þeim með mikilli eftirvæntingu.

Ferðaklúbburinn 4x4 bauð í jeppaferð
Getum við bætt efni þessarar síðu?