Fara í efni

Fundur með félags- og húsnæðismálaráðherra

01.07.2025 Fréttir

Í júní fundaði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra með kjörnum fulltrúum og sveitarstjóra auk aðila frá félagsþjónustu Múlaþings.

Tilefni fundarins var að Inga kom austur til að vígja nýjan búsetukjarna á Reyðarfirði og nýtti ferðina til að koma við á skrifstofu Múlaþings og fara yfir þau mál sem eru á oddinum og snerta hennar ráðuneyti.

Fundurinn var upplýsandi og góður og þökkum við í Múlaþingi Ingu kærlega fyrir komuna og góðan fund.

Fundur með félags- og húsnæðismálaráðherra
Getum við bætt efni þessarar síðu?