Fara í efni

Fundur með Sambandi íslenskra sveitarfélaga

03.07.2025 Fréttir

Þann 18. júní heimsóttu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga Austurland og funduðu með fulltrúum sveitarstjórna í öllum sveitarfélögunum fjórum auk þess að koma við hjá Austurbrú.

Fundurinn með Múlaþingi fór fram í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum, þar sem kjörnir fulltrúar auk sveitarstjóra fóru yfir þá málaflokka sem þau telja mikilvægt að Sambandið beiti sér í fyrir hönd sveitarfélaga á Austurlandi. Þá fóru fulltrúar Sambandsins yfir þau mál sem hafa verið á oddinum hjá þeim og hvernig gengur að vinna með stjórnvöldum að því að koma mikilvægum málum áfram.

Múlaþing þakkar Sambandinu fyrir komuna og uppbyggilegt og gott samtal.

Fundur með Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Getum við bætt efni þessarar síðu?