Þann 18. júní heimsóttu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga Austurland og funduðu með fulltrúum sveitarstjórna í öllum sveitarfélögunum fjórum auk þess að koma við hjá Austurbrú.
Fundurinn með Múlaþingi fór fram í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum, þar sem kjörnir fulltrúar auk sveitarstjóra fóru yfir þá málaflokka sem þau telja mikilvægt að Sambandið beiti sér í fyrir hönd sveitarfélaga á Austurlandi. Þá fóru fulltrúar Sambandsins yfir þau mál sem hafa verið á oddinum hjá þeim og hvernig gengur að vinna með stjórnvöldum að því að koma mikilvægum málum áfram.
Múlaþing þakkar Sambandinu fyrir komuna og uppbyggilegt og gott samtal.