Fara í efni

Fyrsta barn ársins í Múlaþingi

22.01.2026 Fréttir

Þann 7. janúar síðastliðinn fæddist fyrsta barn ársins í Múlaþingi. Stúlkan fæddist reyndar í Neskaupstað, nánar tiltekið á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, en fjölskyldan er búsett á Egilsstöðum.

Móðir stúlkunnar heitir Þóra Björnsdóttir og faðir hennar heitir Ívar Hlynur Ingason. Hún er sjötta barn foreldra sinna en fyrir eiga þau fimm drengi.

Móður og barni heilast vel. Sveitarfélagið óskar fjölskyldunni innilega til hamingju.

Fyrsta barn ársins í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?