Haustið minnir rækilega á sig í góða veðrinu því að á morgun verða skólasetningar í öllum grunnskólum Múlaþings nema á Djúpavogi, þar er skólasetning á mánudaginn.
Skólasetningar verða ekki með sama sniði í öllum skólum en foreldrum ætti að hafa borist tölvupóstur frá sínum skóla þar sem farið er yfir það með hvaða sniði skólasetningarnar verða.
Dagurinn er stór í huga flestra barna því öll eru þau að fara upp um bekk, sum upp um stig, önnur að taka sín allra fyrstu skref og að lokum er hópur að mæta á sína síðustu skólasetningu í grunnskóla.
Nemendum, foreldrum og starfsfólki er óskað velfarnaðar á nýjum skólavetri og ekki er úr vegi að brýna fyrir virku samtali á milli skóla og heimilis og að hafa skuli í heiðri samskipti sem einkennast af virðingu og umburðarlyndi.