Fara í efni

Haustsýning Sláturhússins: Linus Lohmann – Manifold

03.10.2025 Fréttir Egilsstaðir

Haustsýning Sláturhússins er einkasýning listamannsins Linusar Lohmann, Manifold. Sýningarstjóri er Gavin Morrison. Sýningin opnar laugardaginn 4. október kl 16:00.

Linus Lohmann er þýskur listamaður sem hefur búið og starfað á Seyðisfirði í meira en áratug og er þekktur fyrir tilraunakennda nálgun sína á hefðbundið handverk og efni. Lohmann hlaut listamannalaun árið 2025 en þetta er fyrsta einkasýning hans á Austurlandi. Sýningin, sem er á tveimur hæðum Sláturhússins, mun sýna ný og nýleg verk: höggmyndir, innsetningar, teikningar og textaverk sem draga fram óvissu í lífsreynslu þar sem forðast er að hafa fyrirfram ákveðna merkingu.

Lykilverk sýningarinnar eru gufubeygðir tréskúlptúrar sem draga fram tækni sem eitt sinn var notuð í skipasmíðastöðinni á Seyðisfirði en hún eyðilagðist í skriðu árið 2020. Þessir beygðu tréskúlptúrar með tvíræðri formgerð urðu til af reynslu Lohmanns af endurreisn og hreinsun eftir hamfarir; efni sem var snúið og afmyndað líkt og byggingarnar sem voru brotnar saman og togaðar og misstu alla merkingu um fyrri tilgang sinn.

Lohmann hefur á síðastliðnum árum unnið með punktateikningar. Þær eru gerðar með handsmíðuðu verkfæri, ekki óálíku húðflúrsbyssu fyrir pappír. Þessi efnislega hugvitssemi er hluti af óhefðbundnu handverki listamannsins. Þessi verk líkjast stjörnumerkjum sem snúast um hringi eða landslag sem leysist upp, brotum af einhverju sem varla er til staðar.

Á sýningunni eru einnig textaverk á pappír sem búin eru til með sérsniðinni leturvél sem venjulega er notuð fyrir tæknilegar teikningar. Þessi verk innihalda uppfundin eða misskilin orð og orðasambönd sem kanna tungumálið sem breytilegt og oft misskilinn miðil með því að afstilla vélina. Sýning Lohmanns veltir fyrir sér óvissu um lífsreynslu með meðvitund um sérstöðu staðarins.

Sýningin opnar laugardaginn 4. október og stendur til 11. nóvember.

Linus Lohmann

   

Haustsýning Sláturhússins: Linus Lohmann – Manifold
Getum við bætt efni þessarar síðu?