Í vikunni ætlar heimastjórn Djúpavogs að bjóða íbúum til samtals.
Haldinn verður íbúafundur á Hótel Framtíð fimmtudaginn 13. nóvember klukkan 17:00.
Dagskrá fundarins er:
-
10 ára fjárfestingaáætlun Múlaþings.
-
Samantekt framkvæmda í Múlaþingi 2020-2025.
-
Hafnarsjóður, rekstur og framkvæmdir á Djúpavogi.
-
Yfirlit yfir lykilverkefni og stöðu þeirra.
- Umræður og fyrirspurnir.
Öll hjartanlega velkomin!