Hundaeigendur í Múlaþingi eru minntir á að hirða upp eftir hunda sína. Á meðan flestir hundaeigendur eru til fyrirmyndar og passa upp á þetta virðist það vefjast fyrir þeim sem áminningu þessari er beint til.
Hundaskítur er óþrifalegur og hvimleiður fyrir íbúa og gesti sveitarfélagsins auk þess sem hann getur borið smit á milli hunda. Reglurnar eru skýrar: eiganda eða umráðamanni hunds í Múlaþingi er ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hundinn.
Munum eftir pokum þegar við förum út með hundinn, sýnum ábyrgð og hirðum upp. Þannig höldum við kjörnunum okkar hreinum og snyrtilegum.
Á kortasjá sveitarfélagsins má sjá hvar ruslafötur eru staðsettar ef hakað er við „Umhverfi”. Íbúar eru hvattir til að nýta ábendingagáttina til að vekja athygli á stöðum þar sem vanta þykir ruslafötu eða ef ruslafötur eru yfirfullar.
