Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, 31. júlí – 3. ágúst 2025. Þá helgi má reikna með fjölda gesta sem munu dvelja í sveitarfélaginu.
Íbúar og fyrirtæki eru hvött til að leggja sitt af mörkum til að hafa bæinn snyrtilegan með því að huga að lóðum sínum og nærumhverfi.