Í sumar voru Hollvinasamtök Lindarbakka stofnuð af nokkrum velunnurum þessa fallega torfhúss á Borgarfirði eystra. Markmið samtakanna er að aðstoða við viðhald og endurbætur hússins með fjármagni og vinnuframlagi.
Lindarbakki var í eigu Elísabetar Sveinsdóttur eða Stellu á Lindarbakka eins og hún var yfirleitt kölluð. Hún afhenti Borgarfjarðarhreppi húsið til eignar árið 2019 og síðan hefur hreppurinn og nú Múlaþing séð um viðhald hússins. Stella lést á síðasta ári.
Í síðasta mánuði barst hollvinasamtökum Lindarbakka 500 þúsund króna stuðningur frá aðstandendum Bræðslunnar og söngkonunni Emilíönu Torrini. Stella hélt mikið upp á Bræðsluna og lánaði til að mynda Emiliönu húsið til gistingar á fyrstu tónlistarhátíðinni árið 2005.
Hollvinasamtökin eru á almannaheillaskrá og því geta þau sem styrkja samtökin fengið skattaafslátt á móti styrknum.
Þau sem vilja styrkja samtökin geta gert það með því að millifæra á reikninginn hér að neðan:
Kennitala: 460825-1130
Bankareikningur: 0133-26-021626
Kvittun sendist á: hollvinasamtoklindarbakka@gmail.com
Hér er hægt að fylgjast með starfi Hollvinasamtaka Lindarbakka: lindarbakki | Borgarfjörður eystri