Heimastjórn Djúpavogs heldur íbúafund þriðjudaginn 20. maí klukkan 17:00 – 19:00 á Hótel Framtíð.
Dagskrá er eftirfarandi:
- HEF veitur, fara yfir stöðu mála.
- Framkvæmdasvið, viðbygging við leikskóla og framkvæmdir sumarsins.
- Austurljós, ljósleiðaravæðing í þéttbýli Djúpavogs.
- Áherslur heimastjórnar við fjárhagsáætlunargerð 2026-2029.
- Rarik, þrífösun og ljósleiðaravæðing í Berufirði og Álftafirði.
- Gamla kirkjan, kynning á starfinu og framtíðaráform.
- Umræður og fyrirspurnir.
Öll hjartanlega velkomin.
Heimastjórn Djúpavogs