Fara í efni

Íbúafundur vegna úrkomu undanfarinna daga

14.11.2022 Fréttir Seyðisfjörður

Íbúafundur verður á vegum Múlaþings með íbúum Seyðisfjarðar á morgun klukkan 16:30 vegna úrkomu undanfarinna daga. Veðurstofan mun halda framsögu, fara yfir úrkomuspá næstu daga, kynna vöktun sem er í hlíðum og svara spurningum íbúa. Á fundinum verða einnig fulltrúar Almannavarnadeildar RLS og lögreglu.

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn sem verður á Teams. Hægt verður að komast inn á fundinn með því að fara inn á vefsíðu Múlaþings.

Á bloggsíðu Veðurstofu kemur fram að talsverðri áframhaldandi rigningu er spáð á á Austurlandi næstu tvo sólarhringa, mest í kvöld milli klukkan 20:00 og 01:00. Úrkoman verður mest á Suðausturlandi og á sunnanverðum Austfjörðum. Þó úrkoman nái ekki af sama krafti til Seyðisfjarðar fylgist Veðurstofan engu að síður vel með stöðunni þar, hreyfingu í Neðri-Botnum til að mynda með alstöðvarmælingum á speglum, GPS mælingum, radarmælingum og aflögunarmæli. Lítilsháttar hreyfing varð á Búðarhrygg á föstudag sem virðist hafa stöðvast.
 
Hægt er að lesa sér frekar til um gang mála á bloggsíðu Veðurstofu Íslands
 
Mynd: Veðurstofa Íslands
Mynd: Veðurstofa Íslands
Getum við bætt efni þessarar síðu?