Fara í efni

Jarðtæknirannsóknir vegna ofanflóðavarna undir Botnum

16.09.2025 Fréttir Seyðisfjörður

VSO Ráðgjöf verkfræðistofa hefur hafið hönnun á ofanflóðavörnum undir Botnum á Seyðisfirði. Eitt fyrsta verkefnið við undirbúning vinnu við hönnun er að gera jarðtæknirannsóknir á svæðinu.

Vegagerðin er því að störfum undir Botnum þessa dagana á vegum VSO þar sem unnið er að rannsóknum vegna fyrirhugaðra aur- og skriðuvarna.

Unnið er að borunum á rannsóknarholum samkvæmt fyrirframákveðnu borplani sem sjá má á meðfylgjandi mynd.

Jarðtæknirannsóknir vegna ofanflóðavarna undir Botnum
Getum við bætt efni þessarar síðu?