Fara í efni

Landeigendur fjarlægi ónýtar girðingar

04.07.2025 Fréttir

Víða í sveitarfélaginu er viðhaldi girðinga ábótavant og þörf á að bæta úr. Af því tilefni eru landeigendur og umráðamenn lands beðnir um að huga vel að ástandi girðinga og ýmist halda girðingum vel við eða fjarlægja þær sem eru ónothæfar og óþarfar.

Girðingum skal haldið svo vel við að búfé eða öðrum stafi ekki hætta af. Því er mikilvægt að fjarlægja ónýtar girðingar og girðingaflækjur. Umráðamenn lands eru hvattir til að nýta sér árlega brotajárnssöfnun sveitarfélagsins til að losa sig við girðingaflækjur.

Sveitarstjórn er skylt að fjarlægja ónýtar girðingar á kostnað umráðamanna lands vanræki þeir að gera það sjálfir sbr. 11. og 12. gr. girðingarlaga nr. 135/2001.

Hægt er að senda ábendingar um ónýtar girðingar í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins eða á umhverfisfulltrui@mulathing.is.

Landeigendur fjarlægi ónýtar girðingar
Getum við bætt efni þessarar síðu?