Fara í efni

Laust starf í Tryggvabúð, Djúpavogi

17.01.2023 Fréttir Djúpivogur

Múlaþing auglýsir 60% starf umsjónaraðila í Tryggvabúð frá 1. mars 2023. Um er að ræða framtíðarstarf í félagsmiðstöð eldri borgara þar sem opið er mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 10:00 -18:00.

Félagsmiðstöð eldri borgara í Tryggvabúð er staðsett að Markarlandi 2, Djúpavogi og er opin öllum. Þar fer fram fjölbreytt félags- og tómstundastarf auk dagþjónustu fyrir eldri borgara.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið starfsmanns:
- Umsjón með félagsstarfi í samvinnu við stjórn félags eldri borgara á Djúpavogi, fjölskylduráð Múlaþings og félagsmálastjóra.
- Matseld í hádegi, morgun- og síðdegiskaffi auk þrifa.
- Viðkomandi veitir einstaklingum persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu.

Leitað er að einstaklingi með:
- Þekkingu og reynslu af því að starfa með fólki.
- Skipulagshæfileika.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi.
- Íslenskukunnáttu.


Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2023

Umsókn ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast starfasíðu Múlaþings hjá Alfreð https://mulathing.alfred.is. Nánari upplýsingar um starfið veita Aðalheiður Árnadóttir, verkefnastjóri heimaþjónustu og Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 4700700. Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og kynningarbréf. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá félagsþjónustu þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara. 

Laust starf í Tryggvabúð, Djúpavogi
Getum við bætt efni þessarar síðu?