Fara í efni

Leikskólarnir fá rausnarlega gjöf

06.05.2024 Fréttir

Undanfarin ár hefur Krabbameinsfélag Austurlands gefið leikskólum Múlaþings sólarvörn fyrir nemendur að gjöf, árið í ár var engin undantekning og  endurtók félagið leikinn  og gaf öllum leikskólum Múlaþings sólarvörn. Gjöfin er í senn rausnarleg og mikilvæg enda nauðsyn kremsin yfir sumarmánuðina ótvíræð. 

Eitt af markmiðum Krabbameinsfélagsins er að fækka þeim sem fá krabbamein með öflugum forvörnum. Sólarvarnir skipta miklu máli fyrir alla og sérstaklega fyrir börn, sem eru viðkvæmari fyrir sólargeislum, en skaði af völdum sólar getur leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni.
Á Íslandi þarf að huga að sólarvörnum frá apríl fram í september, sér í lagi í júní og júlí milli klukkan 10 og 16 og þetta er einmitt tíminn sem börnin eru utan dyra við leik og störf.

Krabbameinsfélagið mælir ekki með eða á móti ákveðnum gerðum sólarvarnakrema, svo lengi sem þau eru með stuðulinn 30 til 50+, en bendir á að oft er hægt að leita ráða í apótekum.

Eucerin sólarvörn, sem Krabbameinsfélag Austurlands keypti, með góðum stuðningi frá Lyfju á Egilsstöðum, er talin henta vel fyrir fyrir viðkvæma húð barna, klínisk prófuð og prófuð af húðlæknum og er einnig extra vatnsheld. Án ilm- og litarefna og parabena. Hún hentar börnum frá 3 mánaða aldri.

Á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands er hægt að nálgast upplýsingar fyrir kennara, foreldra og forráðamenn um mikilvægi sólarvarna fyrir börn og eru upplýsingarnar á íslensku, pólsku og ensku.

Leikskólarnir fá rausnarlega gjöf
Getum við bætt efni þessarar síðu?