Fara í efni

Leikskólinn Bjarkatún á Djúpavogi tók við grænfánanum í fimmta sinn af Landvernd

07.10.2022 Fréttir Djúpivogur

Leikskólinn Bjarkatún á Djúpavogi tók við grænfánanum í fimmta sinn af Landvernd en unnið hefur verið ötullega að grænfánastarfi síðustu ár.

Landvernd heldur utan um verkefnið sem er liður í alþjóðlegu umhverfismenntunarverkefni. Sótt er um grænfánann á tveggja ára fresti og þarf leikskólinn að skila ýmsum gögnum um hvernig unnið var að því markmiði að flagga grænfánanum. Leikskólinn hefur tekið fyrir ákveðin þema yfir hvert tímabil og nú hefst nýtt tímabil þar sem unnið er út frá lífbreytileika en það voru nemendur í elsta árgangi sem ákváðu það. Áður hafa verið teknir fyrir málaflokkar eins og neysla og úrgangur, orka, átthagar og landslag, vatn og lýðheilsa.

Nemendur úr umhverfisnefndinni tóku við grænfánaskiltinu og verður það sett upp á áberandi stað við leikskólann.

Leikskólinn Bjarkatún á Djúpavogi tók við grænfánanum í fimmta sinn af Landvernd
Getum við bætt efni þessarar síðu?